Danir spila í mótmælatreyjum á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 16:31 Christian Eriksen og félagar í danska landsliðinu klæðast treyju sem á að sýna merki Hummel og danska knattspyrnusambandsins með sem óskýrustum hætti. Hummel segir hönnunina táknræna aðgerð til merkis um andstöðu við að HM sé haldið í Katar. Getty/Lars Ronbog Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30
The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01