Leikmennirnir ánægðir með Heimi: Góður þjálfari og góð manneskja Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 16:01 Leon Bailey lýst vel á Heimi Hallgrímsson. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Jamaíka þurfti að þola 3-0 tap fyrir Argentínu í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í nótt í fyrsta leik Heimis Hallgrímssonar við stjórnvölin hjá liðinu. Leikmönnum liðsins lýst vel á Íslendinginn. „Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“ Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
„Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“
Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01