Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 11:31 Bólusett var í höllinni með hléum frá febrúar 2021 til febrúar 2022. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk geta slegið tvær flugur í einu höggi núna, fengið örvunarskammt gegn Covid og inflúensubólusetningu. Vísir/Vilhelm Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira