Norlén áfram forseti sænska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2022 10:22 Hægrimaðurinn Andreas Norlén hefur gegnt embætti þingforseta í Svíþjóð frá árinu 2018. AP Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Forseti þingsins gegnir lykilhlutverki við myndun ríkisstjórnar, en Norlén segist munu funda með samflokksmanni sínum, Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, á miðvikudaginn. Þar munu þeir funda um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðun hægriflokkanna, en þingforsetinn fól Kristersson í síðustu viku það verkefni að mynda nýja stjórn. Norlén segist telja að það muni taka skemmri tíma nú en árið 2018 að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén mun síðar tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun greiða atkvæði um, en í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf meirihluti að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Norlén hefur setið á þingi frá árinu 2006 og notið virðingar sem forseti þingsins frá því að hann tók við embættinu 2018. Ljóst er að Kenneth G. Forslund, þingmaður Jafnaðarmanna, verður 1. varaforseti þingsins og eru líkur á að þingmaður Svíþjóðardemókrata, Julia Kronlid, verði 2. varaforseti þingsins. Mið- og hægriflokkarnir fjórir – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – tryggði sér 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í þarsíðustu viku. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Forseti þingsins gegnir lykilhlutverki við myndun ríkisstjórnar, en Norlén segist munu funda með samflokksmanni sínum, Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, á miðvikudaginn. Þar munu þeir funda um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðun hægriflokkanna, en þingforsetinn fól Kristersson í síðustu viku það verkefni að mynda nýja stjórn. Norlén segist telja að það muni taka skemmri tíma nú en árið 2018 að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén mun síðar tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun greiða atkvæði um, en í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf meirihluti að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Norlén hefur setið á þingi frá árinu 2006 og notið virðingar sem forseti þingsins frá því að hann tók við embættinu 2018. Ljóst er að Kenneth G. Forslund, þingmaður Jafnaðarmanna, verður 1. varaforseti þingsins og eru líkur á að þingmaður Svíþjóðardemókrata, Julia Kronlid, verði 2. varaforseti þingsins. Mið- og hægriflokkarnir fjórir – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – tryggði sér 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í þarsíðustu viku.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21
Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30