Ánægður með að Englendingar séu fúlir út í hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2022 10:00 Jamal Musiala valdi að spila fyrir Þýskaland frekar en England. getty/Christian Charisius Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, er ánægður með að stuðningsmenn enska landsliðsins séu reiðir út í hann því hann valdi að spila fyrir þýska landsliðið. Hinn nítján ára Musiala fæddist í Þýskalandi en fluttist ungur til Englands þegar hann var sjö ára og lék með yngri landsliðum Englendinga. En hann valdi svo að spila fyrir Þýskaland og lék sinn fyrsta A-landsleik í 3-0 sigri Þjóðverja á Íslendinga í mars í fyrra. Musiala og félagar í þýska landsliðinu sækja England heim á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann segist enn fá skilaboð vegna ákvörðunar sinnar að velja að spila fyrir Þýskaland. „Sumir vina minna senda mér skilaboð endrum og eins og segja að ég hefði átt að spila fyrir England,“ sagði Musiala. „Við grínumst en ég held að þeir séu ánægðir með ákvörðun mína. Eflaust eru einhverjir stuðningsmenn Englands ekki ánægðir en ég túlka það þannig að ég sé að gera vel ef fólk er ósátt með að ég hafi ekki valið að spila fyrir landið þeirra.“ Musiala hefur áður spilað fyrir Þýskaland gegn Englandi á Wembley. Hann kom inn á sem varamaður undir lokin í leik Englendinga og Þjóðverja í sextán liða úrslitum á EM í fyrra. England vann 2-0 sigur en leikurinn var sá síðasti hjá Þýskalandi undir stjórn Joachims Löw. Þýskaland tapaði fyrir Ungverjalandi, 0-1, á föstudaginn og á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
Hinn nítján ára Musiala fæddist í Þýskalandi en fluttist ungur til Englands þegar hann var sjö ára og lék með yngri landsliðum Englendinga. En hann valdi svo að spila fyrir Þýskaland og lék sinn fyrsta A-landsleik í 3-0 sigri Þjóðverja á Íslendinga í mars í fyrra. Musiala og félagar í þýska landsliðinu sækja England heim á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann segist enn fá skilaboð vegna ákvörðunar sinnar að velja að spila fyrir Þýskaland. „Sumir vina minna senda mér skilaboð endrum og eins og segja að ég hefði átt að spila fyrir England,“ sagði Musiala. „Við grínumst en ég held að þeir séu ánægðir með ákvörðun mína. Eflaust eru einhverjir stuðningsmenn Englands ekki ánægðir en ég túlka það þannig að ég sé að gera vel ef fólk er ósátt með að ég hafi ekki valið að spila fyrir landið þeirra.“ Musiala hefur áður spilað fyrir Þýskaland gegn Englandi á Wembley. Hann kom inn á sem varamaður undir lokin í leik Englendinga og Þjóðverja í sextán liða úrslitum á EM í fyrra. England vann 2-0 sigur en leikurinn var sá síðasti hjá Þýskalandi undir stjórn Joachims Löw. Þýskaland tapaði fyrir Ungverjalandi, 0-1, á föstudaginn og á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira