23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 14:15 Claudia Rizzo var glaðbeitt eftir að hafa verið kynnt sem nýr forseti Ternana. Ternana Calcio Claudia Rizzo er alveg til í að hrista vel upp í karlaveldinu á Ítalíu og það hefur hún heldur betur gert með því að komast til valda hjá ítölsku fótboltafélagi. „Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Ítalski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
„Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Ítalski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira