Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. september 2022 07:00 Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun