„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2022 23:03 Vísir/AP/Vilhelm Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli. Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli.
Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira