„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 14:01 Lyfjaskortur getur reglulega komið upp en fyrr á árinu var til að mynda skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik. Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik.
Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira