Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 20:51 Arnaldur Bárðarson er fráfarandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira