Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2022 11:07 Kallað verður eftir skýringum á tíðum töfum og aflýsingum á flugferðum Icelandair í innanlandsfluginu undanfarin misseri. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“ Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“
Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12