Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 14:31 Heimir náði frábærum árangri sem þjálfari Íslands. Getur hann endurtekið leikinn með Jamaíka? VI Images/Getty Images Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“ Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira