Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. september 2022 20:22 SÍK segja ráðherra fara með rangt mál. Getty/Vuk Ostojic Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum. Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent