„Við erum með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 08:55 Þingmaður þýska vinstriflokksins, Die Linke, fór hörðum orðum um þýsku ríkisstjórnina í harla umdeildri ræðu sem hún flutti í þýska þinginu í vikunni. Þar fjallaði hún um nauðsyn þess að halda áfram viðskiptum við Rússa þrátt fyrir stríðið - og málflutningur hennar hefur síðan leitt til þess að fjöldi flokksmanna hefur sagt sig úr flokki hennar. Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent