Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2022 09:55 Upp er komið sannkallað krísuástand innan Flokks fólksins vegna alvarlegra ásakana, um að kvenleiðtogar á flokksins á Akureyri megi sæta fyrirlitlegri framkomu og jafnvel kynferðislegs áreitis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Guðmundar Inga á Facebook þar sem hann ávarpar vini og félaga í flokknum. „Mér þykir afar dapurt að ég skuli finna mig knúinn til að setjast niður og senda frá mér slík skilaboð. En eins og mál eru að þróast hjá forystu flokksins okkar á Akureyri get ég ekki annað. Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu síðustu mánuði frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins. Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola.“ Þá segir Guðmundur Ingi að sem varaformaður Flokks fólksins finni hann sig knúinn til að bregðast við og það strax. Og það gerir hann með því að óska eftir því að stjórnarfundur verið haldinn þegar þar sem hinar alvarlegu ásakanir verði ræddar. „Ég og við í Flokki fólksins munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða.“ Fréttastofu tókst ekki að ná sambandi við Guðmund Inga nú í morgun til að fá nánari útskýringar á því til hvaða atvika hann er að vísa. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Guðmundar Inga á Facebook þar sem hann ávarpar vini og félaga í flokknum. „Mér þykir afar dapurt að ég skuli finna mig knúinn til að setjast niður og senda frá mér slík skilaboð. En eins og mál eru að þróast hjá forystu flokksins okkar á Akureyri get ég ekki annað. Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu síðustu mánuði frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins. Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola.“ Þá segir Guðmundur Ingi að sem varaformaður Flokks fólksins finni hann sig knúinn til að bregðast við og það strax. Og það gerir hann með því að óska eftir því að stjórnarfundur verið haldinn þegar þar sem hinar alvarlegu ásakanir verði ræddar. „Ég og við í Flokki fólksins munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða.“ Fréttastofu tókst ekki að ná sambandi við Guðmund Inga nú í morgun til að fá nánari útskýringar á því til hvaða atvika hann er að vísa.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira