Fallega hyrndir forystusauðir í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2022 20:05 Höfði er tvævetur og skynug skepna eins og hálfbróðir hans. Hornin á honum eru ótrúlega falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystusauðirnir Höfði og Greifi vekja alltaf mikla athygli þar sem þeir koma, ekki síst hornin þeirra, sem eru stór og stæðileg. Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira