Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 14:06 Yfirlýsingin er sú þriðja sem ríkisstjórinn Kathy Hochul gefur út á þessu ári, áður vegna kórónuveirunnar og síðar apabólunnar. Getty/Platt Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20