Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 09:55 Runólfur Ólafsson segir olíufélögin vel geta lækkað eldsneytisverð enn frekar. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur. Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur.
Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13