Fatlað fólk fær ekki rafræn skilríki á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2022 13:05 Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar, sem segir fáránlegt að fatlað folk á Íslandi geti ekki fengið rafræn skilríki. Aðsend Formaður Þroskahjálpar segir að það sé verið að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki á Íslandi, því að bankastofnanir og opinberir aðilar vilja ekki veita fólki með þroskahömlun, einhverfu og skyldar fatlanir rafræn skilríki. Ástæðan er sú að þessi hópur fær ekki rafræn skilríki er sú að það getur oft ekki valið fjögurra stafa PIN númer og lagt það á minnið, án aðstoðar eða leiðbeiningar. í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira