Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 17:44 Spjaldtölvan er eðli máls samkvæmt gjörónýt. Elva Hrönn Smáradóttir Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan. Tækni Akureyri Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan.
Tækni Akureyri Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu