Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2022 10:01 Patrekur Jóhannesson hefur gert Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum. Endurtekur hann leikinn með Stjörnunni? vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Garðbæingar lyfti sér upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Nokkrar væntingar voru gerðar til Stjörnunnar á síðasta tímabili eftir að hafa komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins 2020-21. Og framan af gekk allt vel. Stjarnan vann fyrstu fimm leiki sína og var í góðri stöðu í 3. sæti deildarinnar fyrir janúar-hléið. En eftir það gekk allt á afturfótunum. Stjörnumenn töpuðu fyrstu fimm leikjum sínum á árinu 2022 og enduðu í 6. sæti. Í átta liða úrslitunum voru þeir svo engin fyrirstaða fyrir Eyjamenn. Patrekur Jóhannesson er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Stjörnuna. Akureyringarnir Hafþór Vignisson og Dagur Gautason eru farnir en Patrekur sótti sinn gamla lærisvein hjá Selfossi, Hergeir Grímsson. Hann ásamt Arnari Frey Ársælssyni og Jóhanni Karli Reynissyni ættu að styrkja Stjörnuvörnina sem var misjöfn á síðasta tímabili. Sjö lið fengu á sig færri mörk en Garðbæingar í fyrra. Svo voru tvö gamalkunnug vandamál. Markvarslan var ekki nógu góð og heimavöllurinn gaf lítið. Stjarnan fékk aðeins tíu stig í ellefu leikjum í Mýrinni. Patrekur ætlaði að gefa sér þrjú ár til að koma Stjörnunni á toppinn og nú er komið að skuldadögum. Mannskapurinn er góður og reyndur en líklega vantar örlítið meira til að fara alla leið. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti) Lykilmaðurinn Hergeir Grímsson og Patrekur Jóhannesson eru sameinaðir á ný.stjarnan Eftir að hafa leikið með Selfossi allan sinn feril ákvað Hergeir að söðla um í sumar og endurnýja kynnin við Patrek. Og hann fór ekkert leynt með að Patrekur var stærsta ástæðan fyrir því að hann valdi Stjörnuna. Hergeir er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Garðbæinga. Hann er algjör járnkarl, spilar á fullu í vörn og sókn í sextíu mínútur og gefur aldrei neitt eftir. Kannski nær Hergeir að kveikja neistann sem þarf til að Stjarnan geti verið með alvöru læti í úrslitakeppninni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnar Freyr Ársælsson frá KA Hergeir Grímsson frá Selfossi Jóhann Karl Reynisson byrjaður aftur Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson frá Fjölni Farnir: Hafþór Vignisson til Empor Rostock (Þýskalandi) Dagur Gautason til KA Brynjar Darri Baldursson hættur Sverrir Eyjólfsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Eftir brotthvarf Hafþórs standa Stjörnumenn eftir frekar naktir í hægri skyttustöðunni. Það væri því ekki amalegt að geta nýtt krafta Magnúsar Sigurðssonar sem gerði góða hluti með Stjörnunni á árum áður. Apótekarinn gæti eflaust fundið einhver meðul til að hjálpa Garðabæjarliðinu, bæði í vörn og sókn. Olís-deild karla Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Garðbæingar lyfti sér upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Nokkrar væntingar voru gerðar til Stjörnunnar á síðasta tímabili eftir að hafa komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins 2020-21. Og framan af gekk allt vel. Stjarnan vann fyrstu fimm leiki sína og var í góðri stöðu í 3. sæti deildarinnar fyrir janúar-hléið. En eftir það gekk allt á afturfótunum. Stjörnumenn töpuðu fyrstu fimm leikjum sínum á árinu 2022 og enduðu í 6. sæti. Í átta liða úrslitunum voru þeir svo engin fyrirstaða fyrir Eyjamenn. Patrekur Jóhannesson er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Stjörnuna. Akureyringarnir Hafþór Vignisson og Dagur Gautason eru farnir en Patrekur sótti sinn gamla lærisvein hjá Selfossi, Hergeir Grímsson. Hann ásamt Arnari Frey Ársælssyni og Jóhanni Karli Reynissyni ættu að styrkja Stjörnuvörnina sem var misjöfn á síðasta tímabili. Sjö lið fengu á sig færri mörk en Garðbæingar í fyrra. Svo voru tvö gamalkunnug vandamál. Markvarslan var ekki nógu góð og heimavöllurinn gaf lítið. Stjarnan fékk aðeins tíu stig í ellefu leikjum í Mýrinni. Patrekur ætlaði að gefa sér þrjú ár til að koma Stjörnunni á toppinn og nú er komið að skuldadögum. Mannskapurinn er góður og reyndur en líklega vantar örlítið meira til að fara alla leið. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti) Lykilmaðurinn Hergeir Grímsson og Patrekur Jóhannesson eru sameinaðir á ný.stjarnan Eftir að hafa leikið með Selfossi allan sinn feril ákvað Hergeir að söðla um í sumar og endurnýja kynnin við Patrek. Og hann fór ekkert leynt með að Patrekur var stærsta ástæðan fyrir því að hann valdi Stjörnuna. Hergeir er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Garðbæinga. Hann er algjör járnkarl, spilar á fullu í vörn og sókn í sextíu mínútur og gefur aldrei neitt eftir. Kannski nær Hergeir að kveikja neistann sem þarf til að Stjarnan geti verið með alvöru læti í úrslitakeppninni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnar Freyr Ársælsson frá KA Hergeir Grímsson frá Selfossi Jóhann Karl Reynisson byrjaður aftur Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson frá Fjölni Farnir: Hafþór Vignisson til Empor Rostock (Þýskalandi) Dagur Gautason til KA Brynjar Darri Baldursson hættur Sverrir Eyjólfsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Eftir brotthvarf Hafþórs standa Stjörnumenn eftir frekar naktir í hægri skyttustöðunni. Það væri því ekki amalegt að geta nýtt krafta Magnúsar Sigurðssonar sem gerði góða hluti með Stjörnunni á árum áður. Apótekarinn gæti eflaust fundið einhver meðul til að hjálpa Garðabæjarliðinu, bæði í vörn og sókn.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti)
Komnir: Arnar Freyr Ársælsson frá KA Hergeir Grímsson frá Selfossi Jóhann Karl Reynisson byrjaður aftur Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson frá Fjölni Farnir: Hafþór Vignisson til Empor Rostock (Þýskalandi) Dagur Gautason til KA Brynjar Darri Baldursson hættur Sverrir Eyjólfsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00