„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 14:01 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á EM í Englandi í sumar og vonast eftir sams konar stuðningi á heimavelli á morgun. VÍSIR/VILHELM „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira
Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira