Arnari frjálst að velja Aron Einar Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 11:16 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta mánuði. Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira