Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:17 Þessi mynd var sett saman úr þremur ljósmyndum sem teknar voru með mismunandi innrauðum skynjurum. Á myndinni má meðal annars greinnilega sjá segulljós á báðum hvelum reikisstjörnunnar. NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira