Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. ágúst 2022 07:00 Getty Images Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana. Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana.
Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent