Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:28 Auður Alfa Ólafsdóttir gagnrýnir laun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði. Það sé óásættanlegt að þau séu margföld lágmarkslaun. Á sama tíma hafi verð á mat og drykk hækkað um ríflega átta prósent milli ára. ASÍ/Vísir/Vilhelm ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir.
„Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún.
Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30