Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 09:30 Það var nóg um að vera í leik KR og Víkings í gær. Vísir/Diego Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins. Hallur Hansson hélt hann hefði komið KR yfir á 16. mínútu eftir stórbrotna fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar, raunar var um tvær frábærar fyrirgjafir að ræða. Á endanum ákvað Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að dæma markið af vegna rangstöðu í fyrri fyrirgjöf Atla. Ægir Jarl Jónasson var þá talinn vera fyrir innan þegar hann reyndi að ná til knattarins, sem hann þó ekki gerði. Rangstaða var hins vegar á endanum niðurstaðan og markið dæmt af. Það er mikið talað um markið sem var dæmt af KR á 16.mínútu. Er þetta rangstaða? pic.twitter.com/NPssNBgNIb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Víkingar þurftu að gera skiptingu um miðbik fyrri hálfleiksins. Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson kom af velli og sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson kom inn. Sóknarsinnuð skipting Arnars Gunnlaugssonar bar árangur skömmu síðar er Pablo Punyed, sem var mættur í vinstri bakvörðinn, gaf fyrir og Erlingur Agnarsson stangaði knöttinn í netið. Erlingur var ískyggilega einn í markteig KR og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Að því var ekki spurt og staðan orðin 1-0. Erlingur Agnarsson kom bikarmeisturum Víkings á bragðið gegn KR í leik liðanna í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Erlingur skoraði 1-0 á 31. mínútu. pic.twitter.com/ZUjPyScAif— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Markið var keimlíkt fyrsta markinu en að þessu sinni átti Helgi Guðjónsson sendingu inn á teig og Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið. Aftur var leikmaður Víkinga ískyggilega einn á auðum sjó í vítateig KR. 5 mínútum eftir að Víkingar komust yfir juku þeir forystuna í 2-0 gegn KR. Birnir Snær Ingason með alvöru afgreiðslu þarna. pic.twitter.com/yUvAcrJM4C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Undir blálok fyrri hálfleik minnkaði Theodór Elmar Bjarnason muninn með yfirvegaðri afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Staðan 2-1 er gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Theodór Elmar Bjarnason með mikilvægt mark fyrir KR í blálok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Víking. pic.twitter.com/o5yWTYhN0M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Ari Sigurpálsson heimamönnum 3-1 yfir. Hann var sendur í gegn upp vinstri vænginn eftir að Kennie og Atli gátu ekki stöðvað sókn Víkinga. Ari fékk að vaða einn og óáreittur inn á teig, Arnór Sveinn Aðalsteinsson mætti á endanum af hálfum hug en Ari kláraði auðveldlega niðri í hornið fjær. KR ingar létu þriðja mark Víkinga síður en svo brjóta sig niður og Atli Sigurjónsson er búinn að minnka muninn í 3-2 á 66. mínútu. pic.twitter.com/cgZT9TxBB0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Stefán Árni Geirsson kom inn af bekk KR og breytti sóknarleik liðsins. Hann gaf fyrir markið á 66. mínútu og þar var Atli Sigurjónsson af öllum mönnum mættur og skallaði af öryggi í netið, staðan orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Ari Sigurpálsson kom Víkingum í 3-1 á 55. mínútu. pic.twitter.com/SVkWKKinrv— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Á 83. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Boltinn kom inn á teig Víkinga, það var brotið á leikmanni KR en Stefán Árni skilaði boltanum hins vegar í netið nánast á sömu sekúndu. Pétur dómari hafði hins vegar blásið í flautu sína og dæmt vítaspyrnu. Hún stóð og Pétri til mikillar lukku þá skoraði Sigurður Bjartur Hallsson úr vítinu og staðan orðin jöfn 3-3. Upphafið að dramatíkinni á lokamínútunum. KR ingar skora en vítaspyrna dæmd sem Sigurður Hallsson skorar úr og jafnar í 3-3 á 84. mínútu. pic.twitter.com/wlwSog9Bm8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Að þessu sinni var Pétur heila eilífð að flauta en benti á endanum á punktinn. Pontus Lindgren hafði togað Danijel Dejan Djuric niður innan vítateigs að mati Péturs og aðstoðardómara hans. Helgi fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 4-3 bikarmeisturum Víkings í vil. Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fær Víkingur umdeilda vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson skorar úr og kemur Víkingi í 4-3 á 87. mínútu. pic.twitter.com/u8dbys7QEQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Það var svo varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson sem gulltryggði sigur Víkinga á 89. mínútu með fínu marki. Lokatölur 5-3 og Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikars karla 2022. Dramatíkin fullkomnuð á Víkingsvelli, Sigurður Steinar Björnsson tryggir Víkingum 5-3 sigur og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit. pic.twitter.com/wlef3ww71C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54 Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Hallur Hansson hélt hann hefði komið KR yfir á 16. mínútu eftir stórbrotna fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar, raunar var um tvær frábærar fyrirgjafir að ræða. Á endanum ákvað Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að dæma markið af vegna rangstöðu í fyrri fyrirgjöf Atla. Ægir Jarl Jónasson var þá talinn vera fyrir innan þegar hann reyndi að ná til knattarins, sem hann þó ekki gerði. Rangstaða var hins vegar á endanum niðurstaðan og markið dæmt af. Það er mikið talað um markið sem var dæmt af KR á 16.mínútu. Er þetta rangstaða? pic.twitter.com/NPssNBgNIb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Víkingar þurftu að gera skiptingu um miðbik fyrri hálfleiksins. Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson kom af velli og sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson kom inn. Sóknarsinnuð skipting Arnars Gunnlaugssonar bar árangur skömmu síðar er Pablo Punyed, sem var mættur í vinstri bakvörðinn, gaf fyrir og Erlingur Agnarsson stangaði knöttinn í netið. Erlingur var ískyggilega einn í markteig KR og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Að því var ekki spurt og staðan orðin 1-0. Erlingur Agnarsson kom bikarmeisturum Víkings á bragðið gegn KR í leik liðanna í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Erlingur skoraði 1-0 á 31. mínútu. pic.twitter.com/ZUjPyScAif— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Markið var keimlíkt fyrsta markinu en að þessu sinni átti Helgi Guðjónsson sendingu inn á teig og Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið. Aftur var leikmaður Víkinga ískyggilega einn á auðum sjó í vítateig KR. 5 mínútum eftir að Víkingar komust yfir juku þeir forystuna í 2-0 gegn KR. Birnir Snær Ingason með alvöru afgreiðslu þarna. pic.twitter.com/yUvAcrJM4C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Undir blálok fyrri hálfleik minnkaði Theodór Elmar Bjarnason muninn með yfirvegaðri afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Staðan 2-1 er gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Theodór Elmar Bjarnason með mikilvægt mark fyrir KR í blálok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Víking. pic.twitter.com/o5yWTYhN0M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Ari Sigurpálsson heimamönnum 3-1 yfir. Hann var sendur í gegn upp vinstri vænginn eftir að Kennie og Atli gátu ekki stöðvað sókn Víkinga. Ari fékk að vaða einn og óáreittur inn á teig, Arnór Sveinn Aðalsteinsson mætti á endanum af hálfum hug en Ari kláraði auðveldlega niðri í hornið fjær. KR ingar létu þriðja mark Víkinga síður en svo brjóta sig niður og Atli Sigurjónsson er búinn að minnka muninn í 3-2 á 66. mínútu. pic.twitter.com/cgZT9TxBB0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Stefán Árni Geirsson kom inn af bekk KR og breytti sóknarleik liðsins. Hann gaf fyrir markið á 66. mínútu og þar var Atli Sigurjónsson af öllum mönnum mættur og skallaði af öryggi í netið, staðan orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Ari Sigurpálsson kom Víkingum í 3-1 á 55. mínútu. pic.twitter.com/SVkWKKinrv— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Á 83. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Boltinn kom inn á teig Víkinga, það var brotið á leikmanni KR en Stefán Árni skilaði boltanum hins vegar í netið nánast á sömu sekúndu. Pétur dómari hafði hins vegar blásið í flautu sína og dæmt vítaspyrnu. Hún stóð og Pétri til mikillar lukku þá skoraði Sigurður Bjartur Hallsson úr vítinu og staðan orðin jöfn 3-3. Upphafið að dramatíkinni á lokamínútunum. KR ingar skora en vítaspyrna dæmd sem Sigurður Hallsson skorar úr og jafnar í 3-3 á 84. mínútu. pic.twitter.com/wlwSog9Bm8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Að þessu sinni var Pétur heila eilífð að flauta en benti á endanum á punktinn. Pontus Lindgren hafði togað Danijel Dejan Djuric niður innan vítateigs að mati Péturs og aðstoðardómara hans. Helgi fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 4-3 bikarmeisturum Víkings í vil. Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fær Víkingur umdeilda vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson skorar úr og kemur Víkingi í 4-3 á 87. mínútu. pic.twitter.com/u8dbys7QEQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Það var svo varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson sem gulltryggði sigur Víkinga á 89. mínútu með fínu marki. Lokatölur 5-3 og Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikars karla 2022. Dramatíkin fullkomnuð á Víkingsvelli, Sigurður Steinar Björnsson tryggir Víkingum 5-3 sigur og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit. pic.twitter.com/wlef3ww71C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54 Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54
Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02