Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eru með tvö -til þrefalt hærri mánaðarlaun en talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07