Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Andrea Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun