Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Tómas Meyer er mikill FH-ingur. Einkasafn Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr. Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr.
Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira