Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 07:04 Ezra Miller er á leið undir læknishendur. Roy Rochlin/Getty Images Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. „Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda. Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
„Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein