„Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. ágúst 2022 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Ólason Borgarlögmaður var í september 2021 beðinn af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni um að skoða gjaldtöku í bílastæðahúsum til fólks með bílastæðapassa eða P-passa. Í niðurstöðu lögmannsins segir að Bílastæðasjóður hafi ekki heimild til þess að rukka fatlað fólk með bílastæðispassa í bílastæðahúsum borgarinnar. Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu. Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu.
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira