Reyndi að þvinga bíl af veginum, negldi aftan á hann og flúði af vettvangi Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. ágúst 2022 19:46 Afturhliðin á bíl Haraldar sem hann segir að sé illa farinn þó það sjáist ekki mjög á myndinni. Til vinstri má sjá hringtorgið við Rauðavatn, skammt frá staðnum þar sem klesst var á bílinn. Samsett Ökuníðingur reyndi að þvinga mann út af vegi við Rauðavatn, keyrði síðan harkalega aftan á bíl hans og flúði af vettvangi. Lögreglan hafði upp á ökuníðingnum stuttu síðar og handtók hann. Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira