Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 10:14 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er formaður Bárunnar, stéttarfélags. ASÍ Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar. Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar.
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira