Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 00:19 Yaser Said í dómsalnum á þriðjudag. Skáskot Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35