Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið Atli Arason skrifar 9. ágúst 2022 22:30 Elín Metta, leikmaður Vals. Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu. Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals. Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals.
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03