Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 09:09 Ezra Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. AP/Evan Agostini Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir. Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir.
Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41