Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 09:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Hann er ánægður með árangur félagsins í júlí. Stöð 2/Egill Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur