Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 07:01 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, á ekki von á verðlækkunum á húsnæðismarkaði. Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. Verðbólgan og fasteignaverð haldast áfram í hendur en verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí og hefur ekki verið hærri frá því í september 2009. Þá er viðbúið að hún hækki enn frekar, að sögn Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Íslandsbanka. „Við erum að gera ráð fyrir að hún nái hámarki núna í ágúst og september, verði svona þá í hæstu gildunum, og taki svo að hjaðna mjög hægt reyndar og verði svolítið mikil bara út spátímann. Við erum að spá út 2024,“ segir Bergþóra. Ólíklegt að húsnæðisverð lækki Þó húsnæðisverð hafi sömuleiðis hækkað hratt virðist sem dregið hafi úr hækkunartaktinum. Halldór Kári Sigurðarson, hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu, sagði ljóst í aðsendri grein á Vísi í dag að húsnæðisverðslækkanir væru raunhæfur möguleiki á seinna hluta ársins. Bergþóra segir þau ekki hafa áhyggjur af því, þó ekki sé hægt að útiloka neitt og nefnir til að mynda sömu dæmi og Halldór um lækkanir í Ástralíu og Svíþjóð. „En við teljum það vera frekar ólíklegt miðað við stöðuna hér í dag. Það gæti verið hins vegar að við sjáum einhverjar raunverðslækkanir á fasteignamarkaði þegar hann fer að hægja á sér og við erum enn þá með mikla verðbólgu,“ segir hún. Það verði þó líklega ekki til lengri tíma þar sem verðbólgan muni hjaðna þegar fasteignamarkaðurinn hægir á sér. „Þótt við sjáum mögulega einhverjar raunverðslækkanir í einhverja mánuði, þá skiptir það ekki máli í stóra samhenginu, við erum ekki að búast við því að fasteignamarkaðurinn sé að fara að lækka á ársgrundvelli, heldur mögulega bara einhverja mánuði,“ segir Bergþóra. Markaðurinn nái vonandi jafnvægi um mitt næsta ár Þá muni aðgerðir sem stjórnvöld gripu til á endanum hafa áhrif til að kæla markaðinn auk þess sem það er fyrirsjáanlegt að framboð muni fara að aukast strax í lok þessa árs. „Hertari lántökuskilyrði sem Seðlabankinn setti á, hærri vextir og svo aukið framboð, þetta svona hjálpar allt saman við að róa markaðinn og við erum svona að vonast til að hann komist í jafnvægi um mitt næsta ár,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af bólu á markaðinum að svo stöddu. „Ef við náum tökum á fasteignamarkaðinum sem fyrst og hann fer svona aðeins að hægja á sér og róast, þá finnst okkur það alla vega frekar ólíklegt að fasteignamarkaðurinn taki dýfu,“ segir hún. Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Verðbólgan og fasteignaverð haldast áfram í hendur en verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí og hefur ekki verið hærri frá því í september 2009. Þá er viðbúið að hún hækki enn frekar, að sögn Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Íslandsbanka. „Við erum að gera ráð fyrir að hún nái hámarki núna í ágúst og september, verði svona þá í hæstu gildunum, og taki svo að hjaðna mjög hægt reyndar og verði svolítið mikil bara út spátímann. Við erum að spá út 2024,“ segir Bergþóra. Ólíklegt að húsnæðisverð lækki Þó húsnæðisverð hafi sömuleiðis hækkað hratt virðist sem dregið hafi úr hækkunartaktinum. Halldór Kári Sigurðarson, hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu, sagði ljóst í aðsendri grein á Vísi í dag að húsnæðisverðslækkanir væru raunhæfur möguleiki á seinna hluta ársins. Bergþóra segir þau ekki hafa áhyggjur af því, þó ekki sé hægt að útiloka neitt og nefnir til að mynda sömu dæmi og Halldór um lækkanir í Ástralíu og Svíþjóð. „En við teljum það vera frekar ólíklegt miðað við stöðuna hér í dag. Það gæti verið hins vegar að við sjáum einhverjar raunverðslækkanir á fasteignamarkaði þegar hann fer að hægja á sér og við erum enn þá með mikla verðbólgu,“ segir hún. Það verði þó líklega ekki til lengri tíma þar sem verðbólgan muni hjaðna þegar fasteignamarkaðurinn hægir á sér. „Þótt við sjáum mögulega einhverjar raunverðslækkanir í einhverja mánuði, þá skiptir það ekki máli í stóra samhenginu, við erum ekki að búast við því að fasteignamarkaðurinn sé að fara að lækka á ársgrundvelli, heldur mögulega bara einhverja mánuði,“ segir Bergþóra. Markaðurinn nái vonandi jafnvægi um mitt næsta ár Þá muni aðgerðir sem stjórnvöld gripu til á endanum hafa áhrif til að kæla markaðinn auk þess sem það er fyrirsjáanlegt að framboð muni fara að aukast strax í lok þessa árs. „Hertari lántökuskilyrði sem Seðlabankinn setti á, hærri vextir og svo aukið framboð, þetta svona hjálpar allt saman við að róa markaðinn og við erum svona að vonast til að hann komist í jafnvægi um mitt næsta ár,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af bólu á markaðinum að svo stöddu. „Ef við náum tökum á fasteignamarkaðinum sem fyrst og hann fer svona aðeins að hægja á sér og róast, þá finnst okkur það alla vega frekar ólíklegt að fasteignamarkaðurinn taki dýfu,“ segir hún.
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00