Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 09:21 Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu. Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu.
Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira