Ásmundur: Vorbragur þrátt fyrir það sé júlí 28. júlí 2022 23:19 Ásmundur Arnarsson var sáttur með frammistöðuna og sigurinn í kvöld. Vísir/Diego Breiðablik vann í kvöld sannfærandi 5-0 sigur á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en deildin hafði verið í pásu vegna Evrópumótsins síðan um miðjan júní. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að lið hans hafi verið lengi í gang. „Það er soldið skondið að segja það svona í lok júlí en svona framan af leik þá upplifði maður smá svona vorbrag af leiknum, enda liðin að komast í gang aftur eftir langt hlé. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur svona þokkaleg hálffæri. Það vantaði lengi vel herslumuninn, að troða boltanum inn, þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum upp völlinn og opnaði leikinn fyrir okkur. Mér fannst KR-liðið vera vel skipulagt og spila framan af leik mjög vel en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá fór þetta að opnast meira og eftir að við skorum annað markið þá var þetta eiginlega aldrei spurning. Niðurstaðan er góð ig við erum virkilega ánægð,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. Valur og Stjarnan, liðin sem eru í toppbaráttu við Breiðablik, gerðu jafntefli á sama tíma í kvöld en Ásmundur segist ekki einblína of mikið á niðurstöður í öðrum leikjum. „Við verðum að fókusera á okkur sjálf fyrst og fremst og reyna að klára þá leiki sem við getum og ná í eins mörg stig og við getum, eins og deildin hefur spilast hingað til þá eru liðin að reita stig af hvort öðru hægri vinstri og við þurfum bara að telja upp úr pokanum í lokin. Við viljum vera á toppnum þá“. Ásmundur var ánægður með að fá Bestu deildina í gang eftir langa pásu. „Það er gott, þetta er búið að vera skrýtinn tími og löng pása, sem kemur svosem til af góðu. En nú er gaman, það er bara allt að fara í gang og það verður nóg að gera í ágúst. Fullt af leikjum og gaman“, sagði Ásmundur um framhaldið. Fótbolti Besta deild kvenna Breiðablik KR Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
„Það er soldið skondið að segja það svona í lok júlí en svona framan af leik þá upplifði maður smá svona vorbrag af leiknum, enda liðin að komast í gang aftur eftir langt hlé. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur svona þokkaleg hálffæri. Það vantaði lengi vel herslumuninn, að troða boltanum inn, þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum upp völlinn og opnaði leikinn fyrir okkur. Mér fannst KR-liðið vera vel skipulagt og spila framan af leik mjög vel en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá fór þetta að opnast meira og eftir að við skorum annað markið þá var þetta eiginlega aldrei spurning. Niðurstaðan er góð ig við erum virkilega ánægð,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. Valur og Stjarnan, liðin sem eru í toppbaráttu við Breiðablik, gerðu jafntefli á sama tíma í kvöld en Ásmundur segist ekki einblína of mikið á niðurstöður í öðrum leikjum. „Við verðum að fókusera á okkur sjálf fyrst og fremst og reyna að klára þá leiki sem við getum og ná í eins mörg stig og við getum, eins og deildin hefur spilast hingað til þá eru liðin að reita stig af hvort öðru hægri vinstri og við þurfum bara að telja upp úr pokanum í lokin. Við viljum vera á toppnum þá“. Ásmundur var ánægður með að fá Bestu deildina í gang eftir langa pásu. „Það er gott, þetta er búið að vera skrýtinn tími og löng pása, sem kemur svosem til af góðu. En nú er gaman, það er bara allt að fara í gang og það verður nóg að gera í ágúst. Fullt af leikjum og gaman“, sagði Ásmundur um framhaldið.
Fótbolti Besta deild kvenna Breiðablik KR Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira