Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 15:40 Í ræðu sem Trump flutti 6. janúar 2021 fyrir framan Hvíta húsið í Washington hvatti hann stuðningsmenn sína, sem höfðu safnast saman fyrir framan þinghúsið, áfram. Þeir enduðu á að ráðast þangað inn sem leiddi til dauða nokkurra. Getty/Tayfun Coskun Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40
Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15