Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 28. júlí 2022 09:01 Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Kynferðisofbeldi Ferðalög Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar