Sex ára stúlka og foreldrar hennar skotin til bana á tjaldstæði Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 12:03 Hjónin Tyler Schmidt og Sarah voru á ferðalagi ásamt börnum sínum Arlo og Lulu. Ljósmyndin var tekin þegar þau voru á göngu nærri Cedar Falls í Iowa þann 23. júlí síðastliðinn. AP/Skyldmenni Schmidt fjölskyldunnar Sex ára gömul stúlka var skotin til bana ásamt foreldrum sínum í Iowa í Bandaríkjunum fyrir helgi. Fjölskyldan var í útilegu í Maquoketa Caves þjóðgarðinum þegar voðaverkið átti sér stað. Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira