Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 21:12 Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga. Vísir Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira