Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 23. júlí 2022 19:01 2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir. Að vinna með stétt hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu, sem gefa af sér án nokkurrar græðgi, græðgi eins og þeirrar sem finnst í einkareknum heilbrigðisstofnunum, er besta tilfinning sem ég hef á ævinni upplifað. Eftir vinnu er ég nú hins vegar búinn að vera í stuttlegri rannsóknarvinnu um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur nú hörðum höndum að, þjóðinni til óheilla. Hvort sem það varðar: 1 - Áróður Klínikarinnar, fyrirtækis sem hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, um einkavæðingu, 2 - Sjúkratryggingar Íslands, sem vilja m.a. ekki greiða niður kostnað hjá íslenskum krabbameinssjúklingi og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að nota til að einkavæða og græðgisvæða heilbrigðiskerfið, 3 - Þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar og þ.m.t. ljósmæður Landspítalans hafa verið samningslausar síðastliðin 10 ár, allan þann tíma sem Bjarni Benediktsson hefur verið Fjármálaráðherra, 4 - Miklar arðgreiðslur ýmissra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi á tímum Covid, þá er ljóst að sú staða í dag að Landspítalinn og þar af leiðandi þjóðin býður upp á öfluga heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á viðráðanlegu verði fyrir alla landsmenn (oftast, því einkavæðingin er hafin og þetta á því ekki við um suma þætti þjónustunnar lengur) gæti brátt heyrt sögunni til því ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að semja við hjúkrunarfræðinga í byrjun næsta árs eins og þeir hafa gert síðastliðin 10 ár í röð þá eykst enn frekar vandi Bráðamóttökunnar í Fossvogi eins og ég hef áður bent á og Mæðraverndar Landspítalans á Hringbraut. Þetta á einnig við um aðrar deildir spítalans og ég veit með vissu að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem fyrir eru á báðum stöðum eru að keyra sig út umfram heilbrigðs ástands. Forstjóri Landspítalans, hinn nýráðni, gefur okkur hér innsýn inn í beinharðar staðreyndir um vanda Landspítalans - Landspítalinn getur ekki keppt við einkarekin fyrirtæki um laun á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og heldur niður fjármagni til Landspítalans og semur ekki við hjúkrunarfræðinga ríkisins. En það má heldur ekki gleyma að þótt hjúkrunarfræðingar séu mikilvæg stétt og eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ríkisins sem vinna ofhlaðna og óeigingjarna vinnu sína samningslausir, þá eru ýmsar fleiri stéttir í heilbrigðiskerfi Landspítalans. Við megum hylla þær allar, virða og hvetja til dáða. Við byrjum á því með því að tryggja að þær fái allar þá lágmarksvirðingu uppfyllta að sinna sínum störfum með kjarasamningi sem þær hafa samþykkt. Þú mátt vera fullviss um, kæri lesandi, að undirritaður mun styðja allar launakröfur hjúkrunarfræðinga Landspítalans á næsta ári, berjast fyrir málefnið og skrifa grein um það þá einnig. Höfundur er verkamaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfisins sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir. Að vinna með stétt hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu, sem gefa af sér án nokkurrar græðgi, græðgi eins og þeirrar sem finnst í einkareknum heilbrigðisstofnunum, er besta tilfinning sem ég hef á ævinni upplifað. Eftir vinnu er ég nú hins vegar búinn að vera í stuttlegri rannsóknarvinnu um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur nú hörðum höndum að, þjóðinni til óheilla. Hvort sem það varðar: 1 - Áróður Klínikarinnar, fyrirtækis sem hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, um einkavæðingu, 2 - Sjúkratryggingar Íslands, sem vilja m.a. ekki greiða niður kostnað hjá íslenskum krabbameinssjúklingi og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að nota til að einkavæða og græðgisvæða heilbrigðiskerfið, 3 - Þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar og þ.m.t. ljósmæður Landspítalans hafa verið samningslausar síðastliðin 10 ár, allan þann tíma sem Bjarni Benediktsson hefur verið Fjármálaráðherra, 4 - Miklar arðgreiðslur ýmissra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi á tímum Covid, þá er ljóst að sú staða í dag að Landspítalinn og þar af leiðandi þjóðin býður upp á öfluga heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á viðráðanlegu verði fyrir alla landsmenn (oftast, því einkavæðingin er hafin og þetta á því ekki við um suma þætti þjónustunnar lengur) gæti brátt heyrt sögunni til því ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að semja við hjúkrunarfræðinga í byrjun næsta árs eins og þeir hafa gert síðastliðin 10 ár í röð þá eykst enn frekar vandi Bráðamóttökunnar í Fossvogi eins og ég hef áður bent á og Mæðraverndar Landspítalans á Hringbraut. Þetta á einnig við um aðrar deildir spítalans og ég veit með vissu að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem fyrir eru á báðum stöðum eru að keyra sig út umfram heilbrigðs ástands. Forstjóri Landspítalans, hinn nýráðni, gefur okkur hér innsýn inn í beinharðar staðreyndir um vanda Landspítalans - Landspítalinn getur ekki keppt við einkarekin fyrirtæki um laun á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og heldur niður fjármagni til Landspítalans og semur ekki við hjúkrunarfræðinga ríkisins. En það má heldur ekki gleyma að þótt hjúkrunarfræðingar séu mikilvæg stétt og eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ríkisins sem vinna ofhlaðna og óeigingjarna vinnu sína samningslausir, þá eru ýmsar fleiri stéttir í heilbrigðiskerfi Landspítalans. Við megum hylla þær allar, virða og hvetja til dáða. Við byrjum á því með því að tryggja að þær fái allar þá lágmarksvirðingu uppfyllta að sinna sínum störfum með kjarasamningi sem þær hafa samþykkt. Þú mátt vera fullviss um, kæri lesandi, að undirritaður mun styðja allar launakröfur hjúkrunarfræðinga Landspítalans á næsta ári, berjast fyrir málefnið og skrifa grein um það þá einnig. Höfundur er verkamaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfisins sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar