Leggja til nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk: „Búin að vera mikil sorg“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 10:30 Hamarshöllinn eftir að hún var blásin upp árið 2012. Valdimar Thorlacius Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til að reisa skuli nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk í febrúar fyrr á þessu ári. Höllin skuli reist úr föstum efnum og áætlað er að hún verði tekin í notkun haustið 2023. Þann 22. febrúar á þessu ári bárust fréttir af því að Hamarshöllin í Hveragerði, stórt uppblásið íþróttahús, hafi fokið í ofsaveðri sem gekk yfir landið. Húsið var um 5.120 fermetrar að stærð og hafði staðið af sér veður og vinda í áratug. Áfallið var mikið fyrir samfélagið í Hveragerði en stór hluti íþróttastarfs í bænum fór fram í höllinni. Knattspyrnuæfingar, fimleikaæfingar og auk þess hafði eldra fólk æft golf í höllinni. Á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði þann 18. júlí síðastliðinn lagði meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar til að farið yrði af stað með hönnun og útboð á grunni þeirrar sem fauk í vetur. Þar var einnig lagt til að nýja Hamarshöllin yrði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða föstum efnum. Þá lagði meirihlutinn einnig til að skipaður yrði hönnunarhópur til að gera tillögu um hönnun hússins og að hópurinn myndi skila þeirri tillögu í síðasta lagi þann 15. ágúst næstkomandi og að ný Hamarshöll, sem verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum, verði komin upp haustið 2023. Þá er lagt til að farin verði leið alútboðs þar sem hönnun og bygging verði boðin út í einu. Ætla sér að byggja til framtíðar Sandra Sigurðardóttir (n.v.) er formaður bæjarráðs í Hveragerði og Oddviti Okkar Hveragerðis.Vísir/Aðsend Ástæða þess að meirihlutinn leggur til hús úr föstum efnum, svo sem stálgrind eða límtré, er meðal annars sú að slóvenski framleiðandinn Duol, sem framleiðir loftborin íþróttahús, hefur gefið ófullnægjandi svör og ekki fást mikilvægar upplýsingar um gæði dúksins. Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, segir að með því að byggja úr föstum efnum sé verið að horfa til framtíðar. „Það eru bara spurningar sem við höfum ekki fengið svör við frá Duol sem okkur finnst við ekki geta haldið áfram að fara þá leið. Það er mörgum spurningum ósvarað og við viljum bara hugsa út í framtíðina, horfa fram á veginn og byggja hús til framtíðar.“ Hún segir einnig að með því að byggja ekki annað loftborið íþróttahús sé verið að reyna að koma í veg fyrir að næsta hús fari sömu leið og það gamla. „Auðvitað erum við hrædd um það líka. Við verðum að læra af fortíðinni til þess að byggja fram á við. Fyrst og fremst viljum við horfa til framtíðar og það er svona það sem við erum að taka ákvörðun um.“ Verða að treysta fagaðilum Þegar fundargerð bæjarstjórnarfundarins er skoðuð betur má sjá að fulltrúar D-listans í Hveragerði lýsa yfir áhyggjum sínum yfir því að enn séu ekki hafnar framkvæmdir vegna uppbyggingar Hamarshallar. Ljóst er að ekkert íþróttastarf fari fram í Hamarshöllinni veturinn 2022-2023 og þá þykir D-listanum einnig afar ólíklegt að svo verði veturinn 2023-2024. Sandra segist skilja þessar áhyggjur, en að hún, og aðrir í meirihlutanum, treysti fagaðilum í þessum efnum. „Ég skil gagnrýnina og við erum öll í svolítilli krísu með þetta. En við treystum hins vegar þessum framkvæmdaraðilum sem við höfum verið að ræða við. Við erum ekki komin með neitt tilboð en erum búin að fá verðhugmyndir frá nokkrum aðilum. En við treystum því að þessar verðhugmyndir sem við erum að fá frá framleiðendum og tímaramminn standist. Við erum að horfa á uppbyggingarartíman sem hefur verið hér á landi og erlendis líka þannig við erum í rauninni bara að vísa til þeirra tímamarka sem þeir gefa okkur.“ „Við vitum auðvitað að ýmislegt geti breyst á leiðinni, en við verðum að treysta fagfólkinu og sérfæðingunum í þessum efnum og vona það besta.“ Erfiðir tímar í Hveragerði en þakklát nærliggjandi sveitarfélögum Nú þegar sumarið stendur hvað hæst hefur brotthvarf Hamarshallarinnar ekki gríðarleg áhrif á íþróttalífið í Hveragerði. Hvergerðingar þurftu hins vegar að reiða sig á nærliggjandi sveitafélög síðasta vetur og munu þurfa að gera það aftur þegar veturinn gengur í garð á ný. „Þetta er náttúrulega búin að vera mikil sorg. En ég finn það samt núna að fólk er farið að finna smá von. Það er smá ljós við enda ganganna.“ „En þrátt fyrir það að við séum ekki búin að vera með hús núna þá eru yngri flokkarnir að standa sig ótrúlega vel. Svo í blakinu erum við með Íslands- og bikarmeistara. Þannig að ég held að umframt allt snúist þetta bara um samheldni og bæjarbraginn sem þjappar okkur saman. Við stöndum saman og styðjum hvort annað.“ „En auðvitað þurfum við núna að treysta á velvild nágrannasveitarfélaga þegar veturinn kemur. Við erum ótrúlega þakklát Selfossi og Þorlákshöfn að hafa tekið svona vel á móti okkur. En við erum bjartsýn og vonandi tekst okkur þetta fyrir veturinn 2023, hvort sem það verður í september, október eða nóvember.“ Útilokar ekki stækkun hússins í takt við íbúafjölgun Aðkoman að Hamarshöllinni var ekki fögur þann 22. febrúar síðastliðinn.Vísir/Aðsend Hveragerðisbær, líkt og önnur sveitafélög í nálægð við höfuðborgarsvæðið, hefur séð mikla íbúafjölgun á undanförnum árum. Sandra útilokar ekki að ráðist verði í viðbyggingar við nýja húsið á komandi árum til að mæta auknum íbúafjölda. „Við ætlum að byggja á grunni Hamarshallarinnar sem er til staðar. En það getur alveg vel verið - og við höfum alveg séð þær lausnir - að það verði hægt að byggja við. Þannig að það er hluti af þessari vinnu sem hönnunarhópurinn þarf að fara í til að meta þau mál. Kannski vilja þau bara setja gervigras á þetta og byggja annað hús við hliðina á og tengja það saman.“ „Þannig að það er ekkert ákveðið, en þessi hópur fer í það að greina og finna út þörfina hvað það varðar,“ sagði Sandra að lokum. Hveragerði Fótbolti Fimleikar Framsóknarflokkurinn Íþróttir barna Hamar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Þann 22. febrúar á þessu ári bárust fréttir af því að Hamarshöllin í Hveragerði, stórt uppblásið íþróttahús, hafi fokið í ofsaveðri sem gekk yfir landið. Húsið var um 5.120 fermetrar að stærð og hafði staðið af sér veður og vinda í áratug. Áfallið var mikið fyrir samfélagið í Hveragerði en stór hluti íþróttastarfs í bænum fór fram í höllinni. Knattspyrnuæfingar, fimleikaæfingar og auk þess hafði eldra fólk æft golf í höllinni. Á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði þann 18. júlí síðastliðinn lagði meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar til að farið yrði af stað með hönnun og útboð á grunni þeirrar sem fauk í vetur. Þar var einnig lagt til að nýja Hamarshöllin yrði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða föstum efnum. Þá lagði meirihlutinn einnig til að skipaður yrði hönnunarhópur til að gera tillögu um hönnun hússins og að hópurinn myndi skila þeirri tillögu í síðasta lagi þann 15. ágúst næstkomandi og að ný Hamarshöll, sem verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum, verði komin upp haustið 2023. Þá er lagt til að farin verði leið alútboðs þar sem hönnun og bygging verði boðin út í einu. Ætla sér að byggja til framtíðar Sandra Sigurðardóttir (n.v.) er formaður bæjarráðs í Hveragerði og Oddviti Okkar Hveragerðis.Vísir/Aðsend Ástæða þess að meirihlutinn leggur til hús úr föstum efnum, svo sem stálgrind eða límtré, er meðal annars sú að slóvenski framleiðandinn Duol, sem framleiðir loftborin íþróttahús, hefur gefið ófullnægjandi svör og ekki fást mikilvægar upplýsingar um gæði dúksins. Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, segir að með því að byggja úr föstum efnum sé verið að horfa til framtíðar. „Það eru bara spurningar sem við höfum ekki fengið svör við frá Duol sem okkur finnst við ekki geta haldið áfram að fara þá leið. Það er mörgum spurningum ósvarað og við viljum bara hugsa út í framtíðina, horfa fram á veginn og byggja hús til framtíðar.“ Hún segir einnig að með því að byggja ekki annað loftborið íþróttahús sé verið að reyna að koma í veg fyrir að næsta hús fari sömu leið og það gamla. „Auðvitað erum við hrædd um það líka. Við verðum að læra af fortíðinni til þess að byggja fram á við. Fyrst og fremst viljum við horfa til framtíðar og það er svona það sem við erum að taka ákvörðun um.“ Verða að treysta fagaðilum Þegar fundargerð bæjarstjórnarfundarins er skoðuð betur má sjá að fulltrúar D-listans í Hveragerði lýsa yfir áhyggjum sínum yfir því að enn séu ekki hafnar framkvæmdir vegna uppbyggingar Hamarshallar. Ljóst er að ekkert íþróttastarf fari fram í Hamarshöllinni veturinn 2022-2023 og þá þykir D-listanum einnig afar ólíklegt að svo verði veturinn 2023-2024. Sandra segist skilja þessar áhyggjur, en að hún, og aðrir í meirihlutanum, treysti fagaðilum í þessum efnum. „Ég skil gagnrýnina og við erum öll í svolítilli krísu með þetta. En við treystum hins vegar þessum framkvæmdaraðilum sem við höfum verið að ræða við. Við erum ekki komin með neitt tilboð en erum búin að fá verðhugmyndir frá nokkrum aðilum. En við treystum því að þessar verðhugmyndir sem við erum að fá frá framleiðendum og tímaramminn standist. Við erum að horfa á uppbyggingarartíman sem hefur verið hér á landi og erlendis líka þannig við erum í rauninni bara að vísa til þeirra tímamarka sem þeir gefa okkur.“ „Við vitum auðvitað að ýmislegt geti breyst á leiðinni, en við verðum að treysta fagfólkinu og sérfæðingunum í þessum efnum og vona það besta.“ Erfiðir tímar í Hveragerði en þakklát nærliggjandi sveitarfélögum Nú þegar sumarið stendur hvað hæst hefur brotthvarf Hamarshallarinnar ekki gríðarleg áhrif á íþróttalífið í Hveragerði. Hvergerðingar þurftu hins vegar að reiða sig á nærliggjandi sveitafélög síðasta vetur og munu þurfa að gera það aftur þegar veturinn gengur í garð á ný. „Þetta er náttúrulega búin að vera mikil sorg. En ég finn það samt núna að fólk er farið að finna smá von. Það er smá ljós við enda ganganna.“ „En þrátt fyrir það að við séum ekki búin að vera með hús núna þá eru yngri flokkarnir að standa sig ótrúlega vel. Svo í blakinu erum við með Íslands- og bikarmeistara. Þannig að ég held að umframt allt snúist þetta bara um samheldni og bæjarbraginn sem þjappar okkur saman. Við stöndum saman og styðjum hvort annað.“ „En auðvitað þurfum við núna að treysta á velvild nágrannasveitarfélaga þegar veturinn kemur. Við erum ótrúlega þakklát Selfossi og Þorlákshöfn að hafa tekið svona vel á móti okkur. En við erum bjartsýn og vonandi tekst okkur þetta fyrir veturinn 2023, hvort sem það verður í september, október eða nóvember.“ Útilokar ekki stækkun hússins í takt við íbúafjölgun Aðkoman að Hamarshöllinni var ekki fögur þann 22. febrúar síðastliðinn.Vísir/Aðsend Hveragerðisbær, líkt og önnur sveitafélög í nálægð við höfuðborgarsvæðið, hefur séð mikla íbúafjölgun á undanförnum árum. Sandra útilokar ekki að ráðist verði í viðbyggingar við nýja húsið á komandi árum til að mæta auknum íbúafjölda. „Við ætlum að byggja á grunni Hamarshallarinnar sem er til staðar. En það getur alveg vel verið - og við höfum alveg séð þær lausnir - að það verði hægt að byggja við. Þannig að það er hluti af þessari vinnu sem hönnunarhópurinn þarf að fara í til að meta þau mál. Kannski vilja þau bara setja gervigras á þetta og byggja annað hús við hliðina á og tengja það saman.“ „Þannig að það er ekkert ákveðið, en þessi hópur fer í það að greina og finna út þörfina hvað það varðar,“ sagði Sandra að lokum.
Hveragerði Fótbolti Fimleikar Framsóknarflokkurinn Íþróttir barna Hamar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira