Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 07:36 Höfuðstöðvar Össurar að Grjóthálsi. Vísir/Vilhelm Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins 2022 nam 24 milljónum bandaríkjadala eða 3,1 milljarði íslenskra króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Heildarsala nam 181 milljón dala eða 23,6 milljörðum króna. Innri vöxtur var neikvæður um eitt prósent á bæði stoðtækjum og á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrri helmingi árs er innri vöxtur tvö prósent. Í fréttatilkynningu segir að styrking bandaríkjadals gagnvart evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafi haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins í bandaríkjadölum að fjárhæð 12 milljónum bandaríkjadala, 1,6 milljörðum íslenskra króna, miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 33 milljónum bandaríkjadala, 4,3 milljörðum íslenskra króna, eða 18 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2022. Handbært fé frá rekstri hafi numið 17 milljónum bandaríkjadala, 2,2 milljörðum íslenskra króna, eða tíu prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og numi Skuldsetningarhlutfall hafi verið 2.7x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0x til 3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Fjárhagsáætlunin fyrir árið geri nú ráð fyrir um fjögur til sex prósent innri vexti, áður sex til níu prósent og um átján til tuttugu prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, áður 20 til 21 prósent. þrjú til fjögur prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24 prósent. Eins og stendur, geri stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kringum miðju bilsins og sömuleiðis fyrir EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða. „Ytri aðstæður hafa haft áhrif á sölu og verðhækkanir ásamt öðrum áskorunum í aðfangakeðjunni hafa einnig haft áhrif á reksturinn. Við sjáum hins vegar áframhaldandi söluvöxt á mörkuðum í Evrópu og Asíu, fyrir utan Kína vegna COVID-19. Við erum mjög ánægð með móttökurnar sem hið nýja Power Knee hefur fengið og erum bjartsýn yfir framtíðarmöguleikum þessarar tækni. Markmið Össurar er áfram að hjálpa fleiri einstaklingum að fá framúrskarandi vörur og lausnir með nýsköpun að leiðarljósi,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, í tilkynningunni. Fjárfestakynningu Össurar má sjá hér að neðan í tengdum skjölum. Tengd skjöl 2022_Q2_-_Össur_Investor_PresentationPDF1.9MBSækja skjal Kauphöllin Össur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins 2022 nam 24 milljónum bandaríkjadala eða 3,1 milljarði íslenskra króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Heildarsala nam 181 milljón dala eða 23,6 milljörðum króna. Innri vöxtur var neikvæður um eitt prósent á bæði stoðtækjum og á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrri helmingi árs er innri vöxtur tvö prósent. Í fréttatilkynningu segir að styrking bandaríkjadals gagnvart evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafi haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins í bandaríkjadölum að fjárhæð 12 milljónum bandaríkjadala, 1,6 milljörðum íslenskra króna, miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 33 milljónum bandaríkjadala, 4,3 milljörðum íslenskra króna, eða 18 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2022. Handbært fé frá rekstri hafi numið 17 milljónum bandaríkjadala, 2,2 milljörðum íslenskra króna, eða tíu prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og numi Skuldsetningarhlutfall hafi verið 2.7x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0x til 3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Fjárhagsáætlunin fyrir árið geri nú ráð fyrir um fjögur til sex prósent innri vexti, áður sex til níu prósent og um átján til tuttugu prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, áður 20 til 21 prósent. þrjú til fjögur prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24 prósent. Eins og stendur, geri stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kringum miðju bilsins og sömuleiðis fyrir EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða. „Ytri aðstæður hafa haft áhrif á sölu og verðhækkanir ásamt öðrum áskorunum í aðfangakeðjunni hafa einnig haft áhrif á reksturinn. Við sjáum hins vegar áframhaldandi söluvöxt á mörkuðum í Evrópu og Asíu, fyrir utan Kína vegna COVID-19. Við erum mjög ánægð með móttökurnar sem hið nýja Power Knee hefur fengið og erum bjartsýn yfir framtíðarmöguleikum þessarar tækni. Markmið Össurar er áfram að hjálpa fleiri einstaklingum að fá framúrskarandi vörur og lausnir með nýsköpun að leiðarljósi,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, í tilkynningunni. Fjárfestakynningu Össurar má sjá hér að neðan í tengdum skjölum. Tengd skjöl 2022_Q2_-_Össur_Investor_PresentationPDF1.9MBSækja skjal
Kauphöllin Össur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira