Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 08:05 Hjartagarðurinn stendur jafnan galtómur. Vísir/Ólafur Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira