Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. júlí 2022 06:30 Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar